sunnudagur, 23. desember 2007

WIPERS - Over the Edge LP

Vegna prófa og jóla hef ég ekkert náð að koma þessu bloggi í gang þannig að í nótt hef ég tekið þá ákvörðun að setja inn tvær umfjallanir. Þar sem BEAR PROOF SUIT taka ábreiðu af laginu Up Front með hljómsveitinni WIPERS á Science is Dead sjötommunni fannst mér tilvalið að tala um það æðislega band. WIPERS er band sem ég uppgötvaði á öðru íslensku mp3 bloggi (plotunord.blogspot.com). Ég ætlaði mér alltaf að panta þessa plötu frá Þýskalandi en svo var ég á pönkhátíðinni K-Town Fest í hinu alræmda Ungdomshuset og þetta var ein fyrsta platan sem ég fann þegar ég byrjaði að gramsa í plötusölunum. Þetta band er svo guðdómlegt gott fólk. Ég veit ekki hvort heimurinn geri sér grein fyrir því. Ég geri ráð fyrir því að hann geri það ekki því annars væru WIPERS frægari en METALLICA.

Over the Edge inniheldur flest allt sem ég elska við tónlist frá 9. áratugnum. Ómandi gítarmelódíur, þunglamalegur söngur og gotnesk angist sem hægt er að kaupa (annað en hin svokölluðu gothbönd nútímans). Greg Sage, forsprakki WIPERS samdi ansi margar eftirminnilegar gítarlínur sem sögðu oft meira en texarnir. Kannski er það bjánalegt að tilbiðja plötur á þennan hátt en ég hvernig er annað hægt því í hvert skipti sem ég set þessa plötu á fóninn jaðrar það við trúarlega upplifun.

Gefið út af Brain Eater/Trap Records árið 1983.

No One Wants an Alien

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hefðu ég og Villi fengið að ráða þá hefði I Adapt kovverað Wipers. Ekki þetta lag reyndar. En við réðum ekki alveg öllu hahaha.
Ein af betri plötum sem gefnar hafa verið út. Fjandinn.

listadrasl sagði...

Wipers eru pönkaðir Cars.

Nafnlaus sagði...

Það sem Birkir sagði.

Fokk hvað þetta er góð plata.