föstudagur, 28. desember 2007

SHUDDER TO THINK - Pony Express Record LP


Á Andspyrnuhátíð númer 7 sem haldin var fyrir stuttu síðan var Siggi nokkur Pönkson, söngspíra Dys og Forgarðs Helvítis, með hrúgu af spólum sem hann var að losa sig við gegn frjálsum framlögum. Mest af því var heldur vafasamt dót enda var hann búinn að vera með þetta á öðrum tónleikum og þá bvar mesta gullið gripið. Samt sem áður fann ég þennan gullmola innan um ruslið. SHUDDER TO THINK er amerísk hljómsveit sem átti sín gullaldarár í lok 9. áratugarins og í upphafi þess 10.. Ég viðurkenni það að ég er ekki fróður um þetta band en alveg síðan ég heyrði lagið Red House á 20 Years of Dischord safnplötunni hef ég verið hugfanginn af því. Ég hafði ekki fundið neinar plötur með þeim þó þar til nú og var ekki alveg viss við hverju ég ætti að búast. Pony Express Record olli mér ekki vonbrigðum. Hörku kröftugt 10. áratugs indie/emo/post-hardcore blanda sem hittir beint í mark. Það kom mér eiginlega á óvar hversu kröftugt þetta er. Sum riffin eru algjört þungarokk og á köflum minnir þetta á SNAPCASE eða WILL HAVEN. Lagasmíðarnar eru áhugaverðar alveg út í gegn og þrátt fyrir hálffgerða hörku eru grípandi sönglínurnar aldrei langt frá. Þetta gerðir það að verkum að lögin eru ótrúlega eftirminnileg. Ég veit ekki alveg hvernig ég get lýst þessu betur. Þess vegna er heppilegt að þetta sé mp3 blogg og þið, góðir lesendur, getið hlustað á tvö eðal hljóðdæmi. Njótið vel eða sleppið því bara að hlusta á tónlist.

Gefið út af Epic árið 1994.

9 Fingers on You
X-French Tee Shirt

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þessa hef ég aldrei átt. en notið hennar með öðrum leiðum. nú á ég 2 lög á itunes... út af þér. vei

Ása Hildur sagði...

Sé þú ert að grufla í gamalli músík. Hér inní skáp er haugur af vinilplötum sem eiga að fara á haugana ef þú hefur áhuga máttu hirða þær. Þú ert með númerið mitt. kv. Ása Hildur