Ég man ekki af hverju ég keypti þessa plötu. Ég man bara að Gagnauga distro'ið var með þetta til og ég greip þessa ásamt nokkrum öðrum titlum sem ég vissi ekki heldur hvað í andskotanum væru. Ég var þó ekki fyrir vonbrigðum með neina af þeim plötum sem ég keypti af Gagnauganu í þeirri ferð (frekar en vanalega) en ég verð þó að segja að þessi plata hafi staðið upp úr.
Mér finnst algjörlega vonlaust að reyna að lýsa hljóm þessa bands því það fær lánað frá mörgum ólíkum stöðum. Ég held þó að það sé nokkuð öruggt að tímasetja flesta áhrifavalda á 9. áratugnum. Þeir hafa sama suddalega pönk rokk anda og BLACK FLAG en eru melódískir eins og WIPERS. Það er eitthvað einstakt við þetta band. Hvort sem það sé einhver innri kraftur sem ekki er hægt að greina, aðeins finna eða bara að töffaramelódíurnar og hráu pönkriffin séu nægilega grípandi til þess að láta ekkert annað í heiminum skipta máli. Þetta er andskotans snilld. Þetta er drullumikilvægt.
Þar sem ég er að fara að flytja bráðum nenni ég ekki að útbúa góða aðstöðu til þess að færa tónlist af vínyl yfir á tölvu, þá treysti ég á netverja til að hafa sett hljóðdæmi á netið fyrir mig. Ég fann bara eitt lag af þessari sjötommu en það skiptir ekki öllu. Það eru hvort eð er bara fjögur lög og þetta er það besta. Sans Equity gott fólk. Tékkið á geggjuðu töffaramelódíunni.
Gefið út af Criminal IQ Records árið 2006
Sans Equity
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég og Loftur vorum að hlusta á þessa í gær. Sjarmerandi dót. Það sjarmerandi reyndar að Loftur verslaði sér stk.
Skrifa ummæli