föstudagur, 25. janúar 2008

NOMEANSNO - Why Do They Call Me Mr. Happy? LP


Ég hef ekki verið duglegur við að halda þessu bloggi gangandi undanfarið. Ég nefnilega flutti í nýtt hús og um tíma var ég ekki með internetið. Svo þegar internettengingin komst loksins í gangið var erfitt að koma sér af stað við skriftir á ný. Til að bæta upp fyrir það mun ég setja inn þónokkrar umfjallanir núna næstu daga Sú fyrsta sem mig langar að ræða um er platan Why Do They Call Me Mr. Happy? með hljómsveitinni NOMEANSNO.

NOMEANSNO hefur í gegnum tíðina verið undarlegt band fyrir mér. Ég hef fylgst með þeim seinustu 5 ár og haft mikinn áhuga á þessu bandi en samt sem áður kveikti tónlistin þeirra ekki virkilega í mér fyrr enn fyrir svona 1-2 árum. Það var samt eitthvað við þá. Mér fannst þetta skemmtilegt en það var eins og ég væri aldrei í rétta skapinu. Ég held að það hafi í raun ekki verið fyrr enn ég fjárfesti í plötunni Wrong sem ég áttaði mig á þeim. Eftir það skildi ég alla snilldina í öllum hinum plötunum þeirra. Ég kveikti á myrkrinu og þyngdinni sem ég hafði ekki heyrt áður í þessum lögum.

Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég valdi þessa plötu til umfjöllunnar. Hún er svo ótrúlega myrk og þung. Þegar ég segji þung þá meina ég ekki þung eins og þungarokk er þungt. Hún lemur mig ekki niður eins og ARTIMUS PYLE eða ENTOMBED gera heldur er það meira eins og maður sé að synda í vatni með stein bundinn við lappirnar á manni og maður sökkvi hægt og rólega niður á botn.

Það er samt ekki bara andrúmsloft sem þessi plata hefur. Hún hefur einnig lagasmíðar og ég ætla að taka ansi stórt upp í mig og fullyrða það að NOMEANSO hafa ávallt verið langt á undan samtímapönkurum sínum þegar kemur að lagasmíðum. Þeir hafa verið að gera svo ótrúlega heilstæð og úthugsuð verk í gegnum tíðina og þeir virðast alltaf geta komið með eitthvað nýtt án þess að tapa þessum einstaka NOMEANSNO blæ.

Gefið út af Alternative Tentacles árið 1993.

The River
Kill Everyone Now

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú tekur ekki of stórt upp í þig.
Takk fyrir þetta blogg, var ekki búinn að hlusta á þessa plötu árum saman.
Hef alltaf verið mest í 0+ 2 = 1 út af einni sérstakri ástæðu.

Góð lýsing á bandinu.
Eigum við ekki að tékka á Hanson Brothers dæminu?