mánudagur, 28. júlí 2008

SKATE KORPSE - Discography LP


Ókei, ókei, ég veit að ég var búin að tala um áður að ég myndi ekki taka fyrir discógrafíur en samt sem áður er þetta önnur discógrafían sem ég skrifa um hér. SKATE KORPSE var samt bara svo stuttlíft band að mér finnst það ekki skipta máli. Þetta eru líka bara þrjár sjötommur, eitt demó og eitthvað óútgefið dót. Þessi discógrafía er líka bara svo andskoti geggjuð að mér er alveg sama! Þeir sem hafa eitthvað fylgst með á þessu bloggi hafa væntanlega tekið eftir að ég er ansi veikur fyrir 80's pönki og þar með talin eru ýmis retro bönd samtímans. Retro'ið finnst mér samt oft vand með farið. Allaveganna ef þú vilt rífa þig úr meðalmennskunni. Ég nenni lítið að hlusta á bönd sem apa bara upp eftir gömlu böndunum. Ég vil endursköpun og nýjungar. Ef band er retro þá vil ég að það hljómi eins og band sem var uppi á þessum tíma og spilaði með þeim klassísku. Ég vil að bandið hljómi eins og ef það hefði verið uppi á þessum tíma hefði það breytt einhverju. Ég nenni lítið að hlusta á bönd sem eru bara þurrar eftirhermur af liðnum tímum.

SKATE KORPSE eru langt frá því að vera frumlegir en þeir hafa sterkan persónuleika og sérstöðu. Þeir eru ekki afrit af gömlum böndum þó svo að þeir hafi svo sannarlega tekið fáránlega mikil áhrif frá Kaliforníupönki 9. áratugsins. Surf- og skate-melódódíurnar eru allsráðandi og þær magnast einhvernveginn upp í hálf klunnalegri en orkuríkri keyrslu og það myndast eitthvað svona andrúmsloft sem grípur mann og... æjj, ég veit ekki.... þetta er bara eitthvað svo alvöru.

Ef ég ætti að nefna önnur bönd til samanburðar myndi segja J.F.A., DEAD KENNEDYS, AGENT ORANGE og DICK DALE. Til að lýsa því nánar myndi ég segja að tónlist SKATE KORPSE keyrði á svipaðri orku og J.F.A. og hefði þennan sterka surf hljóm AGENT ORANGE OG J.F.A. en tækju jafnvel meiri DICK DALE áhrif inn í gítarriffin sem eru þó alltaf spiluð með einhverskonar DEAD KENNEDYS-legum melódískum blæ.

Þess má til gamans geta að á B hlið plötunnar covera þeir einmitt lagið Moon Over Marin eftir DEAD KENNEDYS og minna mann á hversu vel spilandi band DEAD KENNEDYS var. B hliðin á þessari plötu er óútgefið efni ásamt einhvers demós en sú hlið, þó að hún sé skemmtileg, er ekki jafn rosaleg og kraftmikil og A hliðin. Það segir samt mikið að það þurfi bara eina hlið til þess að gera þetta að einni af mínum uppáhalds plötum.

Topp.Fokkings.Plata.

Takk fyrir!

Gefið út af Feral Kid Records árið 2006.

Bomb the Hills
(Set inn annað lag þegar ég kem heim úr vinnunni)

föstudagur, 16. maí 2008

T.S.O.L. - Change Today? LP


Change Today? var fyrsta plata T.S.O.L. á útgáfufyrirtækinu Enigma. Þær þrjár plötur sem T.S.O.L. gáfu út á því fyrirtæki hafa löngum verið álitnar lágpunktur hljómsveitarinnar enda sneri hljómsveitin sér þá í átt að nýbylgjupoppblönduðu typparokki einhverju, eins og var vinsælt að gera á 9. áratugnum. Nú hef ég ekki heyrt plötuna Revenge sem var önnur platan af þessari þrenningu en sú seinasta Hit and Run er vægast sagt algjör hörmung.

Change Today? er skrýtin plata að mörgu leiti. Hún er karlmannlegri en fyrri plötur sveitarinnar og hefur að geyma ákveðna hluti sem finna má á Hit and Run plötunni. Hins vegar er Change Today? pönkplata. Nýbylgjulegar og gotneskar melódíur og popptilfinningin ræður ríkjum á þessari plötu sem gerir hana fullorðinslegri en fyrra efni og ég verð bara að viðurkenna að mér finnst þetta eiginlega langbesta plata sveitarinnar.

Nú geyma plötur eins og Dance With Me óneitanlega ódauðlega slagara og þar eru gítar- og bassamelódíur sem seint er hægt að gleyma en þegar það kemur að fullorðins poppmelódíum og drungalegum gítarköflum þá hefur Change Today? klárlega vinninginn.

Ég geng jafnvel svo langt að segja að þessi plata sé ein sú besta sem kom út á 9. áratugnum. Það er fáránlega stór fullyrðing þar sem þetta tímabil er líklega eitt það frjóasta og mest spennandi í sögu tónlistar.

Gefið út af Enigma árið 1984.

Blackmagic
Flowers by the Door

fimmtudagur, 20. mars 2008

TOTALITÄR - Sin Egen Motståndare LP


Djöfulsins andskotans snilld er þetta band!! Þeir eru búnir að vera í gangi síðan 1985 og þeir eru ennþá rosalegasta d-beat bandið á svæðinu. Þvílíkur kraftur og reiði sem gustar af þeim þegar fara á fullt og gera lítið úr 90% d-beat banda í dag.

Sin Egen Motståndare er algjör gullmoli sem myndi sóma sér vel í safni hvers og eins pönkáhugamanns. Mér finnst í raun skylda að eiga allaveganna eina plötu með þessu bandi. Sin Egen Motståndare er fyrsta LP plata sveitarinnar en hún kom út árið 1994. Þetta band hefur aldrei verið duglegt við að gefa út og á þessum 23 árum síðan hljómsveitin var stofnuð hafa aðeins verið gefnar út fimm LP plötur með þeim og þar af eru tvær þeirra splitt LP (ein með DISMACHINE og önnur með DISCLOSE). Af því sem ég hef heyrt hljómar líka ekki eins og hljómsveitin hafi þróast neitt! En það er allt í lagi því þeir ná alltaf að vera geggjaðir og ég fæ aldrei leið á þessu drasli.

Ég myndi ekki segja að Sin Egen Motståndare væri uppáhalds TOTALITÄR platan mín. En þetta er eina LPið þeirra sem ég hef virkilega stúderað og mér finnst magnað að hefðbundið d-beat band eins og TOTALITÄR geti gefið út 18 laga plötu og ég er ennþá alveg brjálaður þegar komið er að seinasta laginu. Það er auðvelt að týna sér í einsleitninni en TOTALITÄR hafa eitthvað svona edge sem heldur manni föstum við græjurnar.

Ef þið hafið gaman að þessum lögum hér, endilega tékkið á plötunni. Hún var endurútgefin af Prank Records og ætti því að vera auðfinnanleg. Ennfremur ættuði að redda ykkur splitt EPinu þeirra með hljómsveitinni DROPDEAD en sú plata er algjörlega hápunktur beggja banda. Mér finnst afar líklegt að hún verði tekin fyrir einn daginn hérna.

Gefið út af Finn árið 1994.

Sin Egen Motståndare

På Väg Mot Mål

sunnudagur, 16. mars 2008

X - Los Angeles LP

Ég heyrði fyrst titillag þessarar plötu í einhverjum Tony Hawk's Underground leik í Playstation 2. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafði gaman að þessu lagi frá því að ég heyrði það fyrst, tók smá tíma að kvikna á þeim brennandi áhuga sem ég hef á þessu bandi í dag.

Ég fann plötuna notaða á uppsprengdu verði einhverntíman í London. Hún var samt ekki svo dýr en af einhverri ástæðu keypti ég hana samt ekki. Þegar ég loks fann nýtt eintak af henni komst ég að því að hún er bara frekar dýr almennt. Ég fann hana, eins og svo margar aðrar plötur í Combat Rock Shop í Helsinki. Eðal búlla.

X spila drungalegt , framúrstefnulegt og nýbylgjuskotið pönk. Melódíurnar eru myrkar og þunglamalegar og lagasmíðarnar, þar sem leikið er með hálf-post pönkaðar hugmyndir, ná að láta andrúmsloftið grípa mann hálstaki og platan sleppir því ekki fyrr enn henni er lokið. Ég sé fyrir mér dópista í dimmu húsasundi í miðborg Los Angeles. Ég sé fyrir mér þunglyndi og sjálfsmorð. Ég finn fyrir nauðsynin þess að skapa til þess að takast á við allt það ömurlega í heiminum. Þessi plata, þetta band er svo mikið sem svo margir reyna að gera en mun aldrei takast.

Gefið út af Slash árið 1980.

Johnny Hit and Run Pauline
Los Angeles

föstudagur, 25. janúar 2008

IN/HUMANITY - Violent Resignation: The Great American Teenage Suicide Rebellion 1992-1998 LP/Discography


Ókei ég veit að það er ekki kúl að taka fyrir discógrafíuplötur hljómsveita og þrátt fyrir að ég hef haft það persónulega reglu að ég eigi plöturnar á plasti sem ég kýs að fjalla um, þá hefur það aldrei verið áherslan hjá mér. Mér finnst náttúrulega að allir eigi að versla sér eintak af þeim plötum sem ég fjalla um, annars væri ég ekki að eyða púðri í þær, en þetta blogg snýst ekki um plötusöfnun. Það snýst um góða tónlist. Discógrafíur hafa þó þann galla að vera samansafn allra laga hljómsveita og það þýðir að hver og ein plata tapar kannski sínum sérstaka persónuleika, þessari heild sem hún hafði sem einangrað stykki. Vandamálið er hins vegar að plötur sumra banda er hætt að framleiða og eina leiðin til að nálgast lögin er á discógrafíum. Ég held þó að ég muni forðast það að fjalla um discógrafíur eftir bestu getu m.a. vegna þess sem ég nefndi hér að ofan. Einnig finnst mér hver plata tákna ákveðið tímabil hjá hljómsveit og discógrafíur taka það oft úr samhengi með því að troða öllu saman í einn hrærigraut. Ég fíla þær samt mjög vel en mér finnst þær henta illa til umfjöllunar í samhengið við þetta blogg.

Eins og mér finnst IN/HUMANITY geðveikt band þá liggja fleiri ástæður bakvið þá ákvörun mína að fjalla um þetta eðal band. Ég las nefnilega þessa æðislegu grein eftir Chris Bickel úr IN/HUMANITY á Taflan.org. Njótið vel.

"Why I never bought a Hatebreed CD"

by Chris Bickel

People involved in Punk music love to subject other people involved in Punk music to their idiotic whimsies and pathetic best-left-in-the-journal introspection. They sandwich it between some record reviews and photocopied pleas for the pardon of Mumia Abu Jamal and call it "zines". Being no different than any other self-involved would-be Punk Rock publisher, I too have produced in my lifetime a few such wastes of our Earth's dwindling natural resources. One of my efforts in the world of indiezinedom was called "SNIP". It was just as self-serving and pointless as any other zinester's effort, though gracefully lacking the record reviews, Mumia and PETA xeroxes, and bad emo-introspection/sap. The best thing that "SNIP" had going for it was the cover which featured Alphonso Ribero moonwalking in front of the Statue of Liberty. The "SNIP" logo was the "SPIN" logo cut up and rearranged.

I think I managed to xerox about 60 copies of SNIP which were taken along on one of IN/HUMANITY's North American tours. I think I either sold or gave away about 40 copies on that tour. Basically, I had thrown SNIP together in a few hours as a means of getting money for RC Colas and Nip-chees. It served its purpose, as I had all the RC and Nip-chee I required on that trip around the US and Canada.

After returning home I wanted to get rid of my remaining copies of SNIP, so I set up a table at a local Hardcore show. On the bill was a local band named STRETCH ARMSTRONG and some other chugga-chugga type acts. One of the bands on the bill was a newer group that I'd never heard of, HATEBREED.

I didn't actually care much about who was on the bill, as I am not a huge fan of the type of Hardcore that appeals to overdeveloped gymkata-practicing short-haired jocks in basketball tank-tops . I was just there to unload my remaining zines on some punk kids.

After about 20 minutes and having sold only 4 or 5 copies of SNIP I hear the kind of booming beligerent voice one might more likely hear at 3:00 AM in a cowboy bar than at a Veteran's Hall Hardcore show: "Where's the little mikexindy that wrote this shit!?? Are you the little mikexindy that wrote this shit!???"

A thicknecked ogre from the band HATEBREED lumbered towards me.

"Are you the little mikexindy that wrote this shit?!"

"I suppose I am that mikexindy, yes," I replied.

I was then blitzed with threats of a severe asskicking at my apparent "dissing" of the band's record label: Victory Records. I was repeatedly called a "mikexindy" for having written an article that poked fun at the business practices of a minor league label trying to run with the big boys. By this time a group of about 30 attendees were surrounding me. The entire band HATEBREED gathered around. Half of the band members tried to argue somewhat less than rationally about the perspective of my article (which essentially reprinted the hilariously corporate-minded promotional "one-sheets" sent to record stores to "shift units" for Victory Records -- with my own smart-ass comments written into the margins). The other half of the band continued to puff their chests and threaten me with severe pummelings. The singer of STRETCH ARMSTRONG physically stepped in between to prevent one of the HATEBREEDERS from physically breaking me in half. I tried my best to casually slouch back in my chair behind my Jackie Onassis black sunglasses and grin. Admittedly I was a Ted apprehensive of a major imminent ass pounding, but the hilarity of the increasingly absurd situation did make it easy to play it off into a coy boyish smile.

I held my ground firmly, asserting that Victory Records was trying to sell false ideals of Hardcore being a lifestyle and a "movement", when their press releases to record shops clearly showed that they were no different than CAPITOL or WARNER BROTHERS. Is Hardcore really a youth movement when a record label promises "sniping campaigns in key markets to promote product awareness"? For that matter, what the hell is a "sniping campaign"? Do they send snipers out to the mall stores to shoot anyone that doesn't buy the new EARTH CRISIS CD? When a one-sheet goes out to a record store stating that "violence at shows promotes controversy, and controversy sells records", I feel no less than obligated to speak my mind. The kind of kids that put on shows at Vets Halls are into Hardcore because it means something more to them than an E chord mosh part (or D chord mosh part) and a heavy breakdown. Those are the kids that needed to be informed of the tactics labels like Victory were using on them. My article was printed both for informational purposes, and for the (higher) purpose of me doing something I enjoy: being a fucking smartass. The members of HATEBREED didn't like the article, but I don't know if they were upset over the smartassishness, or the fact that I was revealing the secret marketing strategies of their home label.

The singer of HATEBREED, Jamie, was the "thinker" of the bunch and actually listened to my points and offered a few semi-valid rebuttals. Eventually the band backed off because it was their time to play. Every copy of SNIP sold after the fracas, and I smiled to look around the room and see a bunch of kids reading my zine instead of watching HATEBREED's performance.

Several months later, HATEBREED returned to Columbia. I wasn't even aware that they were playing in town until I stopped by the record store I owned (NEW CLEAR DAYS) afterhours to pick up a movie to watch. There was a message on the answering machine from the singer of HATEBREED. Apparently, unbeknownst to me, someone had printed flyers up chronicling the events of the previous show and had handed them out at that evening's HATEBREED gig. Basically the flyer accused the band of being homophobic thugs amongst other not-so-nice things. (In the original argument that had taken place between myself and the band, I brought up the term "homophobic" in response to the band member that kept repeatedly calling me a "mikexindy". One of the other members of the band intelligently quipped: "oh he isn't afraid of mikexindys... he just fucking hates them.")

The answering machine message went like this:
"Hello, this message is for Chris, this is Jamie from the band HATEBREED. I happen to be the most unforgiving and intolerant member of the band. I also happen to be a homophobe... and I was just calling to try to straighten out this little matter that we have here. Apparently you are distributing some sort of flyer or pamphlet trying to slander us, just like you tried to slander Victory and our friend Raybees in the last little fanzine that you had. Well, we are gonna give you one chance to apologize and straighten this out because we are somewhat, ya know, cool people. You don't know us... You think you know us... you've tried to slander us in this little pamphlet that you put out... All I can say is the other guys in the band don't even wanna talk this out... we don't wanna go to jail while we're in Columbia, but we'd just as soon go to your store and SMASH SHIT IN YOUR FACE AND BREAK EVERYTHING YOU OWN, which we WILL DO if we HAVE TO. I don't know how you handle things around here, but we don't let people go around and spread lies about us and just let them get away with it. Now I'm not saying you made these flyers or whatever, but I don't know who would... and you being the prominent member of the South Caroliona scene that you are, we figured that you are probably behind it. So if you'd like to straigten this matter out give us a call at Chris from STRETCH ARMSTRONG's house... and if you would not like to straigten this out then I hope you don't have any plans on touring, and THIS IS A THREAT, because we don't appreciate this, OK? Thanks.

This tape was dubbed off, had the VILLAGE PEOPLE's "macho man" mixed in behind it and was used as an opening tape for a number of IN/HUMANITY's shows.

So I called this guy at the place where they were staying and talked to him for an hour about what was on the flyer. At some point I eventually convinced him that I had absolutely nothing to do with the flyer and that it would not be a good idea to "smash shit in my face and break everything I own." He told me that the band's reaction was "survival"-based, as a flyer like that could damage their "career".

As the conversation went on, I almost felt sorry for him as he seemed to be a fairly articulate guy in a band full of orangutans who were pressing him to dish out some street-style justice. Of course I didn't feel too sorry for him, as he did admit to being a homophobe, and he did threaten to destroy my store which was my frigging livelihood, and all of his ridiculous overreacting was based upon a silly article that was in a crappy zine I had thrown together in a few hours and had printed no more than 60 copies of.

Later someone gave me an audio bootleg of HATEBREED's Columbia show which featured the all-time-classic between-song-banter: "fuck Chris Bickel, fuck IN/HUMANITY, and fuck SNIP fanzine!" (Crowd cheers).

All of this and the fact that I hate chugga-chugga metally Hardcore, that's why I never bought the HATEBREED CD.
Hressileg lesning en tími til að rabba um tónlist. IN/HUMANITY notuðu hugtakið emo-violence yfir tónlist sína en þó eiginlega einungis í gríni. Mér hins vegar finnst þetta hugtak ótrúlega skemmtilega lýsandi fyrir þetta band því þeir taka saman margar hljóma- og taktpælingar úr screamo en spila það eins og power-violence. Hratt og brjálað og skrýtið. Þrjú orð sem lýsa þessu bandi hvað best. Mér finnst skemmtilegt hvernig það skín í gegn að þeir taki sig klárlega ekki alvarlega en samt sem áður er þetta svo ótrúlega drungalegt og epískt. Mér finnst merkilegt hversu mikil alvara fyrirfinnst í svona lítið alvarlegu bandi.

Gefið út af Prank árið 2000.

Greener Eyes
If It's Wrong It's Real
Let There Never Be Another Song Wrote

NOMEANSNO - Why Do They Call Me Mr. Happy? LP


Ég hef ekki verið duglegur við að halda þessu bloggi gangandi undanfarið. Ég nefnilega flutti í nýtt hús og um tíma var ég ekki með internetið. Svo þegar internettengingin komst loksins í gangið var erfitt að koma sér af stað við skriftir á ný. Til að bæta upp fyrir það mun ég setja inn þónokkrar umfjallanir núna næstu daga Sú fyrsta sem mig langar að ræða um er platan Why Do They Call Me Mr. Happy? með hljómsveitinni NOMEANSNO.

NOMEANSNO hefur í gegnum tíðina verið undarlegt band fyrir mér. Ég hef fylgst með þeim seinustu 5 ár og haft mikinn áhuga á þessu bandi en samt sem áður kveikti tónlistin þeirra ekki virkilega í mér fyrr enn fyrir svona 1-2 árum. Það var samt eitthvað við þá. Mér fannst þetta skemmtilegt en það var eins og ég væri aldrei í rétta skapinu. Ég held að það hafi í raun ekki verið fyrr enn ég fjárfesti í plötunni Wrong sem ég áttaði mig á þeim. Eftir það skildi ég alla snilldina í öllum hinum plötunum þeirra. Ég kveikti á myrkrinu og þyngdinni sem ég hafði ekki heyrt áður í þessum lögum.

Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég valdi þessa plötu til umfjöllunnar. Hún er svo ótrúlega myrk og þung. Þegar ég segji þung þá meina ég ekki þung eins og þungarokk er þungt. Hún lemur mig ekki niður eins og ARTIMUS PYLE eða ENTOMBED gera heldur er það meira eins og maður sé að synda í vatni með stein bundinn við lappirnar á manni og maður sökkvi hægt og rólega niður á botn.

Það er samt ekki bara andrúmsloft sem þessi plata hefur. Hún hefur einnig lagasmíðar og ég ætla að taka ansi stórt upp í mig og fullyrða það að NOMEANSO hafa ávallt verið langt á undan samtímapönkurum sínum þegar kemur að lagasmíðum. Þeir hafa verið að gera svo ótrúlega heilstæð og úthugsuð verk í gegnum tíðina og þeir virðast alltaf geta komið með eitthvað nýtt án þess að tapa þessum einstaka NOMEANSNO blæ.

Gefið út af Alternative Tentacles árið 1993.

The River
Kill Everyone Now

föstudagur, 28. desember 2007

SHUDDER TO THINK - Pony Express Record LP


Á Andspyrnuhátíð númer 7 sem haldin var fyrir stuttu síðan var Siggi nokkur Pönkson, söngspíra Dys og Forgarðs Helvítis, með hrúgu af spólum sem hann var að losa sig við gegn frjálsum framlögum. Mest af því var heldur vafasamt dót enda var hann búinn að vera með þetta á öðrum tónleikum og þá bvar mesta gullið gripið. Samt sem áður fann ég þennan gullmola innan um ruslið. SHUDDER TO THINK er amerísk hljómsveit sem átti sín gullaldarár í lok 9. áratugarins og í upphafi þess 10.. Ég viðurkenni það að ég er ekki fróður um þetta band en alveg síðan ég heyrði lagið Red House á 20 Years of Dischord safnplötunni hef ég verið hugfanginn af því. Ég hafði ekki fundið neinar plötur með þeim þó þar til nú og var ekki alveg viss við hverju ég ætti að búast. Pony Express Record olli mér ekki vonbrigðum. Hörku kröftugt 10. áratugs indie/emo/post-hardcore blanda sem hittir beint í mark. Það kom mér eiginlega á óvar hversu kröftugt þetta er. Sum riffin eru algjört þungarokk og á köflum minnir þetta á SNAPCASE eða WILL HAVEN. Lagasmíðarnar eru áhugaverðar alveg út í gegn og þrátt fyrir hálffgerða hörku eru grípandi sönglínurnar aldrei langt frá. Þetta gerðir það að verkum að lögin eru ótrúlega eftirminnileg. Ég veit ekki alveg hvernig ég get lýst þessu betur. Þess vegna er heppilegt að þetta sé mp3 blogg og þið, góðir lesendur, getið hlustað á tvö eðal hljóðdæmi. Njótið vel eða sleppið því bara að hlusta á tónlist.

Gefið út af Epic árið 1994.

9 Fingers on You
X-French Tee Shirt

sunnudagur, 23. desember 2007

WIPERS - Over the Edge LP

Vegna prófa og jóla hef ég ekkert náð að koma þessu bloggi í gang þannig að í nótt hef ég tekið þá ákvörðun að setja inn tvær umfjallanir. Þar sem BEAR PROOF SUIT taka ábreiðu af laginu Up Front með hljómsveitinni WIPERS á Science is Dead sjötommunni fannst mér tilvalið að tala um það æðislega band. WIPERS er band sem ég uppgötvaði á öðru íslensku mp3 bloggi (plotunord.blogspot.com). Ég ætlaði mér alltaf að panta þessa plötu frá Þýskalandi en svo var ég á pönkhátíðinni K-Town Fest í hinu alræmda Ungdomshuset og þetta var ein fyrsta platan sem ég fann þegar ég byrjaði að gramsa í plötusölunum. Þetta band er svo guðdómlegt gott fólk. Ég veit ekki hvort heimurinn geri sér grein fyrir því. Ég geri ráð fyrir því að hann geri það ekki því annars væru WIPERS frægari en METALLICA.

Over the Edge inniheldur flest allt sem ég elska við tónlist frá 9. áratugnum. Ómandi gítarmelódíur, þunglamalegur söngur og gotnesk angist sem hægt er að kaupa (annað en hin svokölluðu gothbönd nútímans). Greg Sage, forsprakki WIPERS samdi ansi margar eftirminnilegar gítarlínur sem sögðu oft meira en texarnir. Kannski er það bjánalegt að tilbiðja plötur á þennan hátt en ég hvernig er annað hægt því í hvert skipti sem ég set þessa plötu á fóninn jaðrar það við trúarlega upplifun.

Gefið út af Brain Eater/Trap Records árið 1983.

No One Wants an Alien

BEAR PROOF SUIT - Science is Dead EP

Ég man ekki af hverju ég keypti þessa plötu. Ég man bara að Gagnauga distro'ið var með þetta til og ég greip þessa ásamt nokkrum öðrum titlum sem ég vissi ekki heldur hvað í andskotanum væru. Ég var þó ekki fyrir vonbrigðum með neina af þeim plötum sem ég keypti af Gagnauganu í þeirri ferð (frekar en vanalega) en ég verð þó að segja að þessi plata hafi staðið upp úr.

Mér finnst algjörlega vonlaust að reyna að lýsa hljóm þessa bands því það fær lánað frá mörgum ólíkum stöðum. Ég held þó að það sé nokkuð öruggt að tímasetja flesta áhrifavalda á 9. áratugnum. Þeir hafa sama suddalega pönk rokk anda og BLACK FLAG en eru melódískir eins og WIPERS. Það er eitthvað einstakt við þetta band. Hvort sem það sé einhver innri kraftur sem ekki er hægt að greina, aðeins finna eða bara að töffaramelódíurnar og hráu pönkriffin séu nægilega grípandi til þess að láta ekkert annað í heiminum skipta máli. Þetta er andskotans snilld. Þetta er drullumikilvægt.

Þar sem ég er að fara að flytja bráðum nenni ég ekki að útbúa góða aðstöðu til þess að færa tónlist af vínyl yfir á tölvu, þá treysti ég á netverja til að hafa sett hljóðdæmi á netið fyrir mig. Ég fann bara eitt lag af þessari sjötommu en það skiptir ekki öllu. Það eru hvort eð er bara fjögur lög og þetta er það besta. Sans Equity gott fólk. Tékkið á geggjuðu töffaramelódíunni.

Gefið út af Criminal IQ Records árið 2006

Sans Equity

miðvikudagur, 5. desember 2007

OUT OF TOUCH - Grass Roots EP


Ég heyrði fyrst í þessum meisturum í netútvarpsþætti pönkritsins Maximum Rock 'N' Roll. Það var tekin syrpa af hörku þungapönki frá Japan sem innihélt m.a. lagið Profit of Sin af Grass Roots þröngskífunni sem er í raun eina platan sem ég hef séð og grunar að þetta sé það eina sem þeir hafa gefið út. Við vorum nokkrir félagarnir sem misstum okkur algjörlega yfir þessu lagi sem og öðru lagi eftir hljómsveitina FOODCHAIN. Bæði böndin áttu það sameiginlegt að spila fáránlega hratt og vera með söngvara með yndislega skræka rödd.

Það var ekki fyrr en 2003 á tónleikum í Ungdomshuset, Kaupmannahöfn sem ég fann þetta loksins á plötu. I ADAPT voru að spila þarna um kvöldið ásamt I SHOT CYRUS frá Brasilíu, THE RESTARTS frá Englandi og S.I.K.A. frá Slóvakíu. Vinur minn var fáránlega veikur og við misstum því af I SHOT CYRUS sem voru seinastir en sem betur fer höfðum við séð þá nokkrum dögum áður í Belgíu því það er eitt rosalegasta band sem Brasilía hefur getið af sér og er nóg um gott pönk í því landi. Allaveganna þá var Kick 'N' Punch Records með plötubás á svæðinu þannig að það var gramsað. Birkir, söngvari I ADAPT rak upp hljóð og tók upp Grass Roots 7" úr kassanum og sagðist hafa fundið hana fyrst. Djöfull öfundaði ég hann í svona mínútu þar til að ég rakst á annað eintak sem ég greip handa sjálfum mér. Af þeim 50 plötum sem ég keypti á þessu flakki var þetta klárlega gimsteinn ferðarinnar.

Þessi plata er svo mikið gull. Hraði, brjálæði og geggjaðar melódíur. Hljómsveitin mín THE BEST HARDCORE BAND IN THE WORLD hefur gjarnan coverað lagið Profit of Sin ásamt því að fá ansi margt lánað frá þeim í okkar eigin lög. Það er því ekki að ástæðulausu sem ég valdi þetta sem fyrstu plötuna til að fjalla um hér á þessu nýja tónlistarbloggi mínu. Hér fyrir neðan eru tvö lög af geisladiskaútgáfu plötunnar, sem mig langar lúmskt að eignast þrátt fyrir að eiga vínylinn.

Gefið út af Blurred Records árið 2002

Profit of Sin
Selfish