föstudagur, 28. desember 2007
SHUDDER TO THINK - Pony Express Record LP
Á Andspyrnuhátíð númer 7 sem haldin var fyrir stuttu síðan var Siggi nokkur Pönkson, söngspíra Dys og Forgarðs Helvítis, með hrúgu af spólum sem hann var að losa sig við gegn frjálsum framlögum. Mest af því var heldur vafasamt dót enda var hann búinn að vera með þetta á öðrum tónleikum og þá bvar mesta gullið gripið. Samt sem áður fann ég þennan gullmola innan um ruslið. SHUDDER TO THINK er amerísk hljómsveit sem átti sín gullaldarár í lok 9. áratugarins og í upphafi þess 10.. Ég viðurkenni það að ég er ekki fróður um þetta band en alveg síðan ég heyrði lagið Red House á 20 Years of Dischord safnplötunni hef ég verið hugfanginn af því. Ég hafði ekki fundið neinar plötur með þeim þó þar til nú og var ekki alveg viss við hverju ég ætti að búast. Pony Express Record olli mér ekki vonbrigðum. Hörku kröftugt 10. áratugs indie/emo/post-hardcore blanda sem hittir beint í mark. Það kom mér eiginlega á óvar hversu kröftugt þetta er. Sum riffin eru algjört þungarokk og á köflum minnir þetta á SNAPCASE eða WILL HAVEN. Lagasmíðarnar eru áhugaverðar alveg út í gegn og þrátt fyrir hálffgerða hörku eru grípandi sönglínurnar aldrei langt frá. Þetta gerðir það að verkum að lögin eru ótrúlega eftirminnileg. Ég veit ekki alveg hvernig ég get lýst þessu betur. Þess vegna er heppilegt að þetta sé mp3 blogg og þið, góðir lesendur, getið hlustað á tvö eðal hljóðdæmi. Njótið vel eða sleppið því bara að hlusta á tónlist.
Gefið út af Epic árið 1994.
9 Fingers on You
X-French Tee Shirt
sunnudagur, 23. desember 2007
WIPERS - Over the Edge LP
Vegna prófa og jóla hef ég ekkert náð að koma þessu bloggi í gang þannig að í nótt hef ég tekið þá ákvörðun að setja inn tvær umfjallanir. Þar sem BEAR PROOF SUIT taka ábreiðu af laginu Up Front með hljómsveitinni WIPERS á Science is Dead sjötommunni fannst mér tilvalið að tala um það æðislega band. WIPERS er band sem ég uppgötvaði á öðru íslensku mp3 bloggi (plotunord.blogspot.com). Ég ætlaði mér alltaf að panta þessa plötu frá Þýskalandi en svo var ég á pönkhátíðinni K-Town Fest í hinu alræmda Ungdomshuset og þetta var ein fyrsta platan sem ég fann þegar ég byrjaði að gramsa í plötusölunum. Þetta band er svo guðdómlegt gott fólk. Ég veit ekki hvort heimurinn geri sér grein fyrir því. Ég geri ráð fyrir því að hann geri það ekki því annars væru WIPERS frægari en METALLICA.
Over the Edge inniheldur flest allt sem ég elska við tónlist frá 9. áratugnum. Ómandi gítarmelódíur, þunglamalegur söngur og gotnesk angist sem hægt er að kaupa (annað en hin svokölluðu gothbönd nútímans). Greg Sage, forsprakki WIPERS samdi ansi margar eftirminnilegar gítarlínur sem sögðu oft meira en texarnir. Kannski er það bjánalegt að tilbiðja plötur á þennan hátt en ég hvernig er annað hægt því í hvert skipti sem ég set þessa plötu á fóninn jaðrar það við trúarlega upplifun.
Gefið út af Brain Eater/Trap Records árið 1983.
No One Wants an Alien
Over the Edge inniheldur flest allt sem ég elska við tónlist frá 9. áratugnum. Ómandi gítarmelódíur, þunglamalegur söngur og gotnesk angist sem hægt er að kaupa (annað en hin svokölluðu gothbönd nútímans). Greg Sage, forsprakki WIPERS samdi ansi margar eftirminnilegar gítarlínur sem sögðu oft meira en texarnir. Kannski er það bjánalegt að tilbiðja plötur á þennan hátt en ég hvernig er annað hægt því í hvert skipti sem ég set þessa plötu á fóninn jaðrar það við trúarlega upplifun.
Gefið út af Brain Eater/Trap Records árið 1983.
No One Wants an Alien
BEAR PROOF SUIT - Science is Dead EP
Ég man ekki af hverju ég keypti þessa plötu. Ég man bara að Gagnauga distro'ið var með þetta til og ég greip þessa ásamt nokkrum öðrum titlum sem ég vissi ekki heldur hvað í andskotanum væru. Ég var þó ekki fyrir vonbrigðum með neina af þeim plötum sem ég keypti af Gagnauganu í þeirri ferð (frekar en vanalega) en ég verð þó að segja að þessi plata hafi staðið upp úr.
Mér finnst algjörlega vonlaust að reyna að lýsa hljóm þessa bands því það fær lánað frá mörgum ólíkum stöðum. Ég held þó að það sé nokkuð öruggt að tímasetja flesta áhrifavalda á 9. áratugnum. Þeir hafa sama suddalega pönk rokk anda og BLACK FLAG en eru melódískir eins og WIPERS. Það er eitthvað einstakt við þetta band. Hvort sem það sé einhver innri kraftur sem ekki er hægt að greina, aðeins finna eða bara að töffaramelódíurnar og hráu pönkriffin séu nægilega grípandi til þess að láta ekkert annað í heiminum skipta máli. Þetta er andskotans snilld. Þetta er drullumikilvægt.
Þar sem ég er að fara að flytja bráðum nenni ég ekki að útbúa góða aðstöðu til þess að færa tónlist af vínyl yfir á tölvu, þá treysti ég á netverja til að hafa sett hljóðdæmi á netið fyrir mig. Ég fann bara eitt lag af þessari sjötommu en það skiptir ekki öllu. Það eru hvort eð er bara fjögur lög og þetta er það besta. Sans Equity gott fólk. Tékkið á geggjuðu töffaramelódíunni.
Gefið út af Criminal IQ Records árið 2006
Sans Equity
Mér finnst algjörlega vonlaust að reyna að lýsa hljóm þessa bands því það fær lánað frá mörgum ólíkum stöðum. Ég held þó að það sé nokkuð öruggt að tímasetja flesta áhrifavalda á 9. áratugnum. Þeir hafa sama suddalega pönk rokk anda og BLACK FLAG en eru melódískir eins og WIPERS. Það er eitthvað einstakt við þetta band. Hvort sem það sé einhver innri kraftur sem ekki er hægt að greina, aðeins finna eða bara að töffaramelódíurnar og hráu pönkriffin séu nægilega grípandi til þess að láta ekkert annað í heiminum skipta máli. Þetta er andskotans snilld. Þetta er drullumikilvægt.
Þar sem ég er að fara að flytja bráðum nenni ég ekki að útbúa góða aðstöðu til þess að færa tónlist af vínyl yfir á tölvu, þá treysti ég á netverja til að hafa sett hljóðdæmi á netið fyrir mig. Ég fann bara eitt lag af þessari sjötommu en það skiptir ekki öllu. Það eru hvort eð er bara fjögur lög og þetta er það besta. Sans Equity gott fólk. Tékkið á geggjuðu töffaramelódíunni.
Gefið út af Criminal IQ Records árið 2006
Sans Equity
miðvikudagur, 5. desember 2007
OUT OF TOUCH - Grass Roots EP
Ég heyrði fyrst í þessum meisturum í netútvarpsþætti pönkritsins Maximum Rock 'N' Roll. Það var tekin syrpa af hörku þungapönki frá Japan sem innihélt m.a. lagið Profit of Sin af Grass Roots þröngskífunni sem er í raun eina platan sem ég hef séð og grunar að þetta sé það eina sem þeir hafa gefið út. Við vorum nokkrir félagarnir sem misstum okkur algjörlega yfir þessu lagi sem og öðru lagi eftir hljómsveitina FOODCHAIN. Bæði böndin áttu það sameiginlegt að spila fáránlega hratt og vera með söngvara með yndislega skræka rödd.
Það var ekki fyrr en 2003 á tónleikum í Ungdomshuset, Kaupmannahöfn sem ég fann þetta loksins á plötu. I ADAPT voru að spila þarna um kvöldið ásamt I SHOT CYRUS frá Brasilíu, THE RESTARTS frá Englandi og S.I.K.A. frá Slóvakíu. Vinur minn var fáránlega veikur og við misstum því af I SHOT CYRUS sem voru seinastir en sem betur fer höfðum við séð þá nokkrum dögum áður í Belgíu því það er eitt rosalegasta band sem Brasilía hefur getið af sér og er nóg um gott pönk í því landi. Allaveganna þá var Kick 'N' Punch Records með plötubás á svæðinu þannig að það var gramsað. Birkir, söngvari I ADAPT rak upp hljóð og tók upp Grass Roots 7" úr kassanum og sagðist hafa fundið hana fyrst. Djöfull öfundaði ég hann í svona mínútu þar til að ég rakst á annað eintak sem ég greip handa sjálfum mér. Af þeim 50 plötum sem ég keypti á þessu flakki var þetta klárlega gimsteinn ferðarinnar.
Þessi plata er svo mikið gull. Hraði, brjálæði og geggjaðar melódíur. Hljómsveitin mín THE BEST HARDCORE BAND IN THE WORLD hefur gjarnan coverað lagið Profit of Sin ásamt því að fá ansi margt lánað frá þeim í okkar eigin lög. Það er því ekki að ástæðulausu sem ég valdi þetta sem fyrstu plötuna til að fjalla um hér á þessu nýja tónlistarbloggi mínu. Hér fyrir neðan eru tvö lög af geisladiskaútgáfu plötunnar, sem mig langar lúmskt að eignast þrátt fyrir að eiga vínylinn.
Gefið út af Blurred Records árið 2002
Profit of Sin
Selfish
mánudagur, 3. desember 2007
...og það varð ljós
Sæl veriði gott fólk. Hér á þessu bloggi verða umfjallanir um ýmist tónlistarfólk, lög og plötur. Auk umfjallana verða mp3 hljóðskrár til niðurhals. Ég mun reyna að ræða um fjölbreytta tónlist frá mörgum tímabilum en þar sem plötusafn mitt einkennist mestmegins af pönkplötum geri ég ráð fyrir að áherslurnar muni liggja þar. Njótið vel.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)