Ég heyrði fyrst titillag þessarar plötu í einhverjum Tony Hawk's Underground leik í Playstation 2. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafði gaman að þessu lagi frá því að ég heyrði það fyrst, tók smá tíma að kvikna á þeim brennandi áhuga sem ég hef á þessu bandi í dag.
Ég fann plötuna notaða á uppsprengdu verði einhverntíman í London. Hún var samt ekki svo dýr en af einhverri ástæðu keypti ég hana samt ekki. Þegar ég loks fann nýtt eintak af henni komst ég að því að hún er bara frekar dýr almennt. Ég fann hana, eins og svo margar aðrar plötur í Combat Rock Shop í Helsinki. Eðal búlla.
X spila drungalegt , framúrstefnulegt og nýbylgjuskotið pönk. Melódíurnar eru myrkar og þunglamalegar og lagasmíðarnar, þar sem leikið er með hálf-post pönkaðar hugmyndir, ná að láta andrúmsloftið grípa mann hálstaki og platan sleppir því ekki fyrr enn henni er lokið. Ég sé fyrir mér dópista í dimmu húsasundi í miðborg Los Angeles. Ég sé fyrir mér þunglyndi og sjálfsmorð. Ég finn fyrir nauðsynin þess að skapa til þess að takast á við allt það ömurlega í heiminum. Þessi plata, þetta band er svo mikið sem svo margir reyna að gera en mun aldrei takast.
Gefið út af Slash árið 1980.
Johnny Hit and Run Pauline
Los Angeles
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk fyrir þetta. Ég hef, þrátt fyrir að hafa lesið helling um sveitina, lítið hlustað á þá.
Takk
Þetta er rosa mikil stuð tónlist. Fyrst þegar ég hlustaði þá fannst mér þetta hljóma vel en ekkert til að hringsnúast í, en kann ég að meta þetta er diggandi sjitt...
Skrifa ummæli